Jóhanna Briem

MA í áhættuhegðun og forvörnum
Löggiltur sjúkranuddari
Höfuðbeina- og spjaldhryggjarjafnari
Yogakennari
Yoga Nidra leiðbeinandi (framhaldsmenntun)

Í Endurheimt leiði YOGA NIDRA hugleiðslu.

 

Áhugasvið mitt snýr að forvörnum og samspili hugar og líkama. Ég hef starfað á ýmsum sviðum og haldið námskeið í tengslum við andlega og líkamlega heilsu og hef áralanga reynslu af vinnu með fólki. Ég hóf störf sem löggiltur sjúkranuddari 1993 og með reynslunni þróaðist vinnan og námið í átt að dýpri þáttum manneskjunnar sem hafa áhrif á heilsuna. Eftir mikla sjálfsvinnu í áratugi tel ég mig hafa víðtæka þekkingu á því hvað stuðlar að vellíðan og heilbrigði einstaklinga.

Menntun og námskeið

1981-1984 BA gráða í ensku

1991-1993 Sutherland – Chan College of Massage Therapy

1997-2000 College of Cranio Sacral Therapy

2004-2006 MA gráða í Áhættuhegðun og forvörnum, Háskóli Íslands

2009-2010 og 2015-1016 MA nám í náms- og starfsrágjöf

2015-2016 Amrit Yoga Institute – Amrit yoga Nidra (Advanced)

2020 Himalaya Yoga Institute – Radjadhiraja yogakennararéttindi

Ég hef einnig tekið námskeið tengd áfallastreitu, í Reiki I og II, sálfræði, auk annarra heilsutengdra námskeiða