Þórey Ósk Arndal

Reiki heilun

thorey(hjá)endurheimt.is

Alla mína tíð hef ég heillast mikið af orku heimsins, hvaðan þekkingin hjá miðlum og tarot kemur og hvað heilun gerir. Sjálf hef ég farið á þó nokkur námskeið sem kemur að miðil, tarot og heilun. 2021 bætti ég við mig Reiki I og II og á þessu ári bætti ég við mig þriðja stigi í Reikiheilun. Margir hafa kallað mig nornina sína en það kemur allt frá vitneskju minni á þessum einstökum hlutum og færni mína að miðla upplýsingum og heila einstaklinga.

í mars 2020 varð ég fyrir heilsubresti sem varð til þess að ég neyddist til að endurskoða líkama minn og sál en það var ekki fyrr en 2021 sem ég náði áttum og fór í fullt starf við sjálfsvinnu. Ég hef lært meira á þessu einu og hálfa ári um sjálfa mig en hin 30 árin þar sem ég fór með hestaleppana í gegnum lífið og skildi hvorki upp né niður.

Eftir reynslu mína í Reiki heilun, þá langar mig að veita öðrum þá heilsu sem þeir eiga skilið. Ég nota gáfur mínar, reynslu og styrki í lífinu og alheimsorku til að styðja og hjálpa öðrum.

2021 – Reiki heilun I og II
2022 – Reiki heilun III