Stoðkerfisleikfimi

Næsti hópur fer af stað 10. október

6. vikur

Byrjenda hópur er á mánudagögum og miðvikudögum klukkan 10:30-11:20 (hefst 10.október)

Framhaldshópur er á mánudögum og miðvikudögum og er kenndur klukkan 9:30-10:20 (hægt er að nota sjúkraþjálfunarbeiðni í þann tíma og greiða hóptímagjald)

Æft er undir leiðsögn sjúkraþjálfara þar sem gerðar eru öruggar og fjölbreyttar æfingar.

Lögð er áhersla á rétta líkamsbeytingu og viðeigandi álagsstig fyrir hvern og einn.

Þessi hópur hentar þér vel ef þú ert  með stoðkerfisverki og vilt vandaða og örugga þjálfun undir leiðsögn sjúkraþjálfara.

Hámark 7-10 í hóp.

Innifalið í grunnnámskeiði er aðgangur að glæsilegu innra neti, með daglegum stuðning, fyrirlestrum, fræðslumolum, uppskriftabók með vikumatseðli / innkauparlista.

Kennari: Linda Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari og eigandi Endurheimtar. Linda hannaði og þróaði námskeiðið Endurheimtu Orkuna sem hefur verið viðurkennt meðferðarúrræði hjá VIRK starfsendurhæfingu í um 6 ár. Linda hjálpar þér og mætir þér á þeim stað sem þú ert. Agnes Dís lögg.sjúkraþjálfari er aðstoðarþjálfari á þessu námskeiði.

Námskeiðið er viðurkennt meðferðarúrræði hjá VIRK starfsendurhæfingu og er niðurgreitt af stéttarfélögum.


Grunnnámskeið

6. vikur – 41.200kr – stuðningur og fræðsla innifalin.

Áskriftaleiðir

1 mánuður – 24.900 kr. pr/mán.

Eftir að hafa lokið grunnnámskeiði þá býðst þér að halda áfram í mánaðaráskrift.

Aðgangur að notendavænu innra neti með fræðslu og stuðningi

  • Dagsverkefni í 36 daga til að innleiða heilbrigðar venjur án öfga
  • Daglegur fræðslumoli
  • Fyrirlestur um meltinguna og ónæmiskerfið
  • Fyrirlestur um bólguhemjandi mataræði
  • Fyrirlestur um umhverfisþætti sem hafa áhrif á heilsuna
  • Fyrirlestur um streitu og leiðir til að innleiða strax
  • Fyrirlestur um svefn bættar svefnvenjur
  • Uppskriftabók með vikumatseðli ásamt innkaupalista
  • Hljóðupptökur af hugleiðsu/slökunaræfingum
  • Myndbandsupptökur af 10-20 mín. öruggum heimaæfingum frá sjúkraþjálfara
  • Fræðsla um bætiefni

Vinsælustu námskeiðin

  • Bætt melting – Einstök heilsa

    Skoða nánar
  • Physio FIT

    Skoða nánar
  • Fjarþjálfun – símtöl frá sjúkraþjálfara

    Skoða nánar
  • Yin Yoga / Yoga Nidra

    Skoða nánar