Umhverfisveikindi – Mygla – Efnaóþol

Við viljum að allir geti leitað til okkar, ef þú ert með efnaóþol, eða ert að kljást við umhverfisveikindi þá getum við fullvissað þig um að þú ert í öruggu umhverfi hjá okkur. Til þess að endurheimta heilsuna þarf að huga að nærumhverfi, loftgæðum, næringu meltingunni, streitu og svefni.

Við leggjum áherslu á einstaklingsmiðaða ráðgjöf.

Við verjum 90% af tíma okkar innandyra og byggingar skapa okkar helsta umhverfi dags daglega. Hegðun okkar og hvað við veljum á hverjum degi að nota af efnum sem við berum á líkama eða notum í umhverfi okkar myndar nánasta umhverfi.

Linda veitir heildræna meðferð og einstaklingsmiðaðar ráðleggingar fyrir fólk sem hefur veikst vegna myglu og umhverfis.

Linda hefur sérhæft sig í meðferð til þess að hjálpa fólki að hámarka heilsuna sína eftir slík veikindi með sérstaka áherslu á að róa taugakerfið, bæta meltinguna og afeitra líkamann.

CIRS MEÐFERÐARHÓPUR

Næsti hópur fer af stað þann 26. október.

Tímarnir fara fram í Endurheimt Heilsumiðstöð

kl. 13:00-13:50

Dagskrá fyrstu 6 vikurnar

Una Emilsdóttir læknir, Guðfinna Halldórsdóttir heilbrigðisverkfræðingur og Linda Gunnarsdóttir lögg. sjúkraþjálfari og eigandi Endurheimtar hafa þróað þetta meðferðarúrræði síðastliðið ár.

CIRS stendur fyrir Chronic Inflammatory Response Syndrome.

Fyrir nánari upplýsingar vinsamlega sendu tölvupóst á: endurheimt@endurheimt.is

Skráning á biðlista

Linda Gunnarsdóttir

Lögg. sjúkraþjálfari

linda(hjá)endurheimt.is

Þegar að ég kom til Lindu í Endurheimt í apríl var ég föst í húsnæði þar sem grunur var um myglu. Hún stóð við hlið mér eins og klettur og hjálpaði mér í gegnum erfiðar vikur. Þegar að flestir aðrir trúðu ekki að ég væri orðin svona veik vegna húsnæðisins. Núna 5 mánuðum seinna er ég búin að öðlast nýtt líf. Flutti í annað húsnæði og skildi búslóðina eftir og byrjaði uppá nýtt. Ég er farin að átta mig á því sem er að triggerar og ég er farin að geta lifað nokkurnvegin eðlilegu lífi.

Hreyfingarlega séð er mikill munur. Ég gat mjög lítið gengið vegna stoðkerfisvanda og verkja í hnéi. Í dag er ég í leikfimi 2 í viku, komin í 25 % vinnu og farin að geta farið í léttar fjallgöngur og farin að taka þátt í lífinu. Eithvað sem ég var algerlega búin að draga mig í hlé frá. Stattu með sjálfri þér og veldu lífið. Það er allavegana mottóið mitt. Takk Linda og takk Endurheimt.

Hafdís Helgadóttir

Nánar um einstakling meðferð hjá Lindu

Þegar ég veiti ráðleggingar varðandi umhverfisveikindi þá notast ég við Functional medicine nálgun ásamt því að nýta mína eigin reynslu. Ég missti sjálf heilsuna vegna myglu og varði miklum tíma í að finna réttu meðferðina.

Ég stofnaði Endurheimt – heilsumiðstöð til þess að skapa öruggt umhverfi fyrir fólk sem er að ná sér eftir umhverfisveikindi.

Til þess að endurheimta heilsuna þarf að huga að nærumhverfi, loftgæðum, næringu meltingunni, streitu og svefni. Ég legg áherslu á einstaklingsmiðaða ráðgjöf.

Innifalið í tímanum

  • Gert er ráð fyrir 60 mín.
  • Tekin er greinagóð heilsufarssaga í fyrsta viðtali, veitt er einstaklingsmiðuð ráðgjöf
  • Þú færð aðgang að net námskeiði Bætt umhverfi – einstök heilsa (kostar 11.900 kr.)

Verð
Fyrsti tími: 60 mín. gögn, fræðsla, og net námskeið Bætt umhverfi – einstök heilsa

24.900 kr.

Endurkoma
(eftirfylgni er niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands ef komið er með beiðni í sjúkraþjálfun ef vinna þarf með stoðkerfið.)

Annars kostar endurkoma 9.900 kr.