Gong og tónheilun

Komdu og vertu með í endurnærandi slökun.

  • 25. ágúst
  • 8. sept.
  • 22. sept.
  • 6. okt.
  • 29. okt.

Klukkan 19:30 – 20 -30 (gott að mæta 10mín fyrir tímann)

skráning: tinna@orkulind.is

Tónheilun og Gong slökun með Tinnu Maríu Hljóðheilun/slökun snýst um að koma líkamanum þínum í djúpt theta slökunar ástand (svipað og þegar þú sefur) til þess að vinna gegn stressi og streitu, dvelja í djúpu endurnærandi slökunar ástandi fyrir líkamann þar sem hann getur endurnýjað sig.

Andlega getur hljóðheilun losað um gamlar og jafnvel grafnar tilfinningar þar sem víbringurinn og hljóðin frá hljóðfærunum eru talin vinna beint með frumur líkamans, taugakerfi, líkamsviskuna og undirmeðvitundina svo hugurinn þvælist ekki fyrir.

Legið er í slökun á dýnum með teppi í tæpa klukkustund.

Gott er að drekka vel af vatni eftir tímann og út daginn/kvöldið því tíðnin og víbringurinn frá hljóðfærunum koma hreyfingu á hin ýmsu kerfi líkamans er því talið gott að drekka vatn til þess að skola því út sem losnar um.

Tinna hefur starfað sem höfuðbeina- og spjaldhryggjar meðferðaraðili og heilari síðan 2007. Hún hefur alltaf verið mjög meðvituð um tónlist/tíðni og áhrif hennar á einstaklinginn og byrjaði hún því að vinna með tóngafla 2008 en í gegnum árin hefur hún bætt við sig fleiri hljóðfærum (Gong, Crystal skálar, trommur o.flr.) sem hún vinnur með, bæði sem part af annarri meðferð og sér tónheilunartíma fyrir einstaklinga og hópa.

Tinna María Verret