Markþjálfun

Hvað er markþjálfun?

Markþjálfun er viðurkennd framfaradrifin samtalsaðferð sem hefur það að markmiði að laða fram skýra sýn á viðfangsefni einstaklingsins. Viðfangsefnið getur snúist um hvaða áskorun sem er og stendur í vegi fyrir auknum lífsgæðum. Með því að komast í djúpa snertingu við vilja sinn finnur einstaklingurinn persónuleg svör og lausnir sem hann kemur ekki auga á óstuddur en búa með honum sjálfum.

Með hvetjandi aðferðum markþjálfunar má öðlast þá hugarfarsbreytingu og úthald sem þarf til að komast yfir hindranir. Þannig má ná upp stöðugri virkni sem leiðir að þeirri útkomu sem vilji er fyrir og stefnt er að.

Í markþjálfun má gera ráð fyrir persónulegum vexti og aukinni vitund um eigin gildi og styrkleika sem leiðir til bættrar sjálfsmyndar og betri ákvarðana. Í markþjálfun er unnið að árangri í nútíð og framtíð þar sem einstaklingurinn ræður sjálfur ferðinni.

 

11 góðar ástæður til að fara í markþjálfun:

 • Þú vilt fá aðstoð við að gera það sem hugurinn stendur til.
 • Þér finnst þú geta gert betur og eiga betra skilið og vilt komast yfir huglægar hindranir.
 • Þú vilt taka réttar ákvarðanir og hafa úthald til að fylgja þeim eftir.
 • Þú vilt öðlast drifkraft, lifa þín gildi og finna tilganginn.
 • Þú vilt beina athyglinni að tækifærunum og því sem þig dreymir um.
 • Þú vilt þekkja og nýta styrkleika þína til aukinna lífsgæða.
 • Þú vilt upplifa að þitt eigið álit og kröfur skipti þig meira máli en annarra.
 • Þig langar að taka stjórn á eigin lífi og finna þína leið.
 • Þú vilt öðlast kjark til að aðhafast og standa á þínu.
 • Þú þarfnast hvatningar og aðhalds.
 • Þú vilt öðlast skýra sýn, taka stefnu og ná árangri.

Alma J. Árnadóttir

PCC vottaður markþjálfi (Professional Certified Coach, ICF)

alma(hjá)endurheimt.is