Hópmeðferð fyrir umhverfisveika

6. vikna hópmeðferð fyrir þá sem veikst hafa eftir viðveru í rakaskemmdu húsnæði.

Kennt er á miðvikudögum klukkan 13:00 – 13:50.

Fyrislestrar og ráðgjöf í hverjum tíma, ásamt aðgangi að Endurheimtu Orkuna innra netinu þar sem er að finna ýtarlegar leiðbeiningar og ráðleggingar.

Endurheimt Heilsumiðstöð er fyrsta og eina umhverfisvottaða heilsumiðstöðin á Íslandi og við leggjum metnað okkar í að halda umhverfinu og loftgæðum góðum.

Til þess að endurheimta heilsuna þarf að huga að nærumhverfi, loftgæðum, næringu meltingunni, streitu og svefni.

Við verjum 90% af tíma okkar innandyra og byggingar skapa okkar helsta umhverfi dags daglega. Hegðun okkar og hvað við veljum á hverjum degi að nota af efnum sem við berum á líkama eða notum í umhverfi okkar myndar nánasta umhverfi.

Verð: 38.900 kr. grunnnámskeiðsgjald

Þátttakendur mæta með beiðni í sjúkraþjálfun og Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í að greiða hópmeðferðargjald.

Una Emilsdóttir læknir, Guðfinna Halldórsdóttir heilbrigðisverkfræðingur og Linda Gunnarsdóttir lögg. sjúkraþjálfari og eigandi Endurheimtar hafa þróað þetta meðferðarúrræði síðastliðið ár.

Linda leiðir hópmeðferðina.

Skráning á biðlista

Linda Gunnarsdóttir

linda(hjá)endurheimt.is