Þjónusta

Sjúkraþjálfun
Sjúkraþjálfarar stuðla að auknum lífsgæðum fólks með því að huga að líkamlegri, huglægri, tilfinningalegri og félagslegri vellíðan. Þeir starfa innan heilbrigðisgeirans við heilsueflingu, forvarnir, meðferð, þjálfun og endurhæfingu.
Við leggjum mikla áherslu á að hugað sé að mörgum þáttum þegar kemur að því að bæta líkamlega og andlega heilsu.
Sjúkraþjálfun er niðurgreidd af Tryggingarstofnun og flest stéttarfélög taka einnig þátt í kostnaði.

Greining á líkamssamsetningu
Heilbrigt jafnvægi á milli vöðva og fitu er grundvöllur fyrir góðri heilsu og líðan á lífsleiðinni. Rannsóknir hafa sýnt að heilbrigð líkamssamsetning bætir árum við lífið og lífi við árin; minnkar t.d. líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og sumum tegundum krabbameins, stuðlar að lægra insúlín viðnámi, eykur orku og bætir sjálfsmynd.

VACUMED® fyrir hendur axlir og háls
Árangursrík meðferð til að auka blóðflæði og opna á sogæðakerfið. Dregur úr bjúgsöfnun. Sérstaklega árangursríkt eftir brjóstnám. Meðferðin tekur um 30 mín.
Nánari upplýsingar koma inn á heimasíðuna fljótt.
Tímapantarnir endurheimt@endurheimt.is

Hjúpurinn
Hjúpurinn veitir alhliða vellíðan og endurheimt. Infra rauður hiti, endurnærandi nudd og ljósatherapía er fullkomin samblanda meðan þú slappar af í notarlegu umhverfi.
Meðferðin tekur um 30 mín. ýtarlegri upplýsingar koma inn á heimasíðuna fljótt. Tímapantanir: endurheimt@endurheimt.is
Verð:
30 mín 6.400 kr. – stakur tími
12 tíma kort: 55.000 kr.