Markþjálfun grundvallast á ögrandi og skapandi samvinnu við viðskiptavini sem hvetur þá til að hámarka persónulega og starfstengda hæfileika sína og tækifæri.

Sem PCC vottaður meðlimur ICF, alþjóðafélags vottaðra markþjálfa, stunda ég starf mitt í samræmi við hæfniskröfur félagsins og siðareglur þess. Sjá siðareglur hér

Alma J. Árnadóttir

ACC markþjálfi

www.alma.is

Markþjálfi er einkaþjálfari huga og hjarta. Við endurheimt á orku og líkamlegu heilbrigði er mikilvægt að vinna samhliða í hugarfari og áhugahvöt. Djúp tenging við eigin vilja og fyrirætlanir skerpa sýn og auka möguleikana.

Ég þekki það sjálf að hafa tapað áttum í verkjum, heilaþoku og kraftleysi. Ég þekki það líka að hafa unnið mig út úr slíku ástandi, endurheimt sjálfa mig – jafnvel endurbætt og náð að blómstra á ný. Umhverfisviðkvæmni og fjölkerfavandi vegna afleiðinga raka og myglu ýttu á mig að taka nýja stefnu. Ég fann mína skapandi leið í gegnum markþjálfun þar sem ég þjálfaðist í að taka stjórn á eigin huga og snúa á hömlurnar. í markþjálfun uppgötvaði ég ástríðuna sem gefur mér drifkraft til að hjálpa þeim sem vilja læra að þekkja sjálfa sig upp á nýtt og ná undraverðum tökum á lífi sínu.

Sagt er að eftirsóttasta þekking framtíðarinnar verði sjálfsþekkingin.

Sem gæðavottaður markþjálfi býð ég upp á eflandi einkasamtöl sem geta aðstoðað þig við að taka réttar ákvarðanir fyrir sjálfa/n þig. Ég hjálpa þér að hlusta á eigið innsæi, finna hvar drifkrafturinn liggur, að uppgötva nýjar leiðir, taka stefnu og ná settum markmiðum. Það geri ég með verkfærum markþjálfunar; hvetjandi nærveru, virkri hlustun, speglun á tjáningu þína og kröftugum opnum spurningum út frá því sem ég verð áskynja í samtalinu.

Að loknu samtali geri ég ráð fyrir að þú hafir aukinn kraft, vilja og verkfæri í höndunum til að stíga skref í átt að settu marki.

Samtalstímar eru í boði í gegnum fjarfundarbúnað Kara ConnectSamtölin eru dulkóðuð og standast þær lagakröfur um persónuverd (CDPR) sem m.a. landlæknir setur sem skilyrði fyrir starfsfólk í fjarheilbrigðisþjónustu.

 

Fagþekking og starfsréttindi/vottun:

  • PCC gæðavottaður markþjálfi frá ICF, International Coaching Federation
  • Löggiltur grafískur hönnuður

Önnur þekking:

  • Námskeið í Fjarþjónustu fagaðila hjá Símenntun Háskólans á Akureyri
  • Fjöldi skemmri og lengri námskeiða og diplóma á 25 ára starfsferli sem nýtast í skapandi vinnu þar sem einstaklingurinn er í forgrunni

Um markþjálfun

Markþjálfun er viðurkennd framfaradrifin samtalsaðferð sem hefur það að markmiði að laða fram skýra sýn á viðfangsefni einstaklingsins. Viðfangsefnið getur snúist um hvaða áskorun sem er og stendur í vegi fyrir auknum lífsgæðum. Með því að komast í djúpa snertingu við vilja sinn finnur einstaklingurinn persónuleg svör og lausnir sem hann kemur ekki auga á óstuddur en búa með honum sjálfum.

Með hvetjandi aðferðum markþjálfunar má öðlast þá hugarfarsbreytingu og úthald sem þarf til að komast yfir hindranir. Þannig má ná upp stöðugri virkni sem leiðir að þeirri útkomu sem vilji er fyrir og stefnt er að.

Í markþjálfun má gera ráð fyrir persónulegum vexti og aukinni vitund um eigin gildi og styrkleika sem leiðir til bættrar sjálfsmyndar og betri ákvarðana. Í markþjálfun er unnið að árangri í nútíð og framtíð þar sem einstaklingurinn ræður sjálfur ferðinni.

11 góðar ástæður til að fara í markþjálfun:

  • Þú vilt fá aðstoð við að gera það sem hugurinn stendur til.
  • Þér finnst þú geta gert betur og eiga betra skilið og vilt komast yfir huglægar hindranir.
  • Þú vilt taka réttar ákvarðanir og hafa úthald til að fylgja þeim eftir.
  • Þú vilt öðlast drifkraft, lifa þín gildi og finna tilganginn.
  • Þú vilt beina athyglinni að tækifærunum og því sem þig dreymir um.
  • Þú vilt þekkja og nýta styrkleika þína til aukinna lífsgæða.
  • Þú vilt upplifa að þitt eigið álit og kröfur skipti þig meira máli en annarra.
  • Þig langar að taka stjórn á eigin lífi og finna þína leið.
  • Þú vilt öðlast kjark til að aðhafast og standa á þínu.
  • Þú þarfnast hvatningar og aðhalds.
  • Þú vilt öðlast skýra sýn, taka stefnu og ná árangri.

Meðmæli

„Alma er einstaklega fær og skörp í sinni markþjálfun. Samskiptahæfni hennar, hugmyndaauðgi og hlýja veittu mér ný sjónarhorn og aukið hugrekki. Ég mæli heilshugar með markþjálfun hjá Ölmu. Hvatning hennar og umhyggjusemi voru – og eru – mér ómetanleg og markþjálfun er áskorun sem kom skemmtilega á óvart.“ Hugrún Jónsdóttir

Skrif Hugrúnar til mín sem ég fékk góðfúslegt leyfi til að birta:
„Mér finnst markþjálfun meira berskjaldandi en ég hefði getað trúað. Það tekur á að spyrja sig stórra spurninga því það krefst ákveðinnar skuldbindingar og dass af þori að horfast í augu við sjálfa sig og standa við tilgang sinn og fyrirætlanir.

Mér fannst alveg ómetanlegt og mjög hvetjandi að heyra af þinni reynslu og aðferðum við að ná heilsu – og það hjálpaði mér að vera bæði raunsæ og framsýn. Ég er búin að læra að ég þarf rúman tíma – og að fá að „eiga þig að“ veitir mér huggun.

Næsti stóri áfangi hjá mér er sambúð og mögulega flutningar – og bara það að vita af þér er ótrúlega mikill styrkur þegar krefjandi áskoranir eru framundan. Að stilla hugann þannig að hann vinnur með en ekki gegn, er list sem þú hefur virkilega masterað.“

Umsagnir frá fleiri aðilum má finna á vefsíðunni alma.is